Keik og stolt í sjötta sætinu

Kolbrún Halldórsdóttir ásamt flokkssystrum sínum í Vinstri grænum.
Kolbrún Halldórsdóttir ásamt flokkssystrum sínum í Vinstri grænum. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Ég hef alltaf verið um­deild í flokkn­um inn­an og utan hans. Ástæðan er sú að ég hef verið mjög af­drátt­ar­laus í skoðunum,“ seg­ir Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra, sem hafnaði í 6. sæti í for­vali Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs í Reykja­vík. Hún nefn­ir sér­stak­lega um­hverf­is­mál og kven­frels­is­mál­in, sem hún hef­ur ekki gefið neinn af­slátt af, en vill þó ekki túlka niður­stöðuna þannig að þau mál­efni séu á und­an­haldi meðal flokks­manna, þótt al­var­legt væri ef svo reynd­ist.

For­valið gild­ir fyr­ir bæði Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in svo segja má að Kol­brún sé kom­in í bar­átt­u­sæti í öðru hvoru þeirra. Í síðustu kosn­ing­um fengu Vinstri-græn tvo þing­menn í hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu fyr­ir sig og mæl­ast nú tölu­vert yfir kjör­fylgi sínu í skoðana­könn­un­um. Því má alls ekki úti­loka að Kol­brún haldi þing­sæt­inu.

„Ein­hverj­ir hafa greini­lega verið í bar­áttu og verið að fá fólk til að koma inn í flokk­inn. En ég veit ekki hvað á að leggja mikið út af því,“ seg­ir Kol­brún, sem sjálf stóð ekki fyr­ir skipu­lögðum út­hring­ing­um eða ný­skrán­ing­um í flokk­inn. „Ég velti fyr­ir mér hvort það hafi haft áhrif.“

Þetta hef­ur hins veg­ar ekki áhrif á sam­leið Kol­brún­ar með sín­um flokki, þó svo hún hafi boðið sig fram í for­yst­u­sæti en ekki fengið braut­ar­gengi í það. „Nei herra minn trúr. Ég hef tekið þátt í að stofna þenn­an flokk og byggja hann upp frá grunni. Ég er afar stolt af þeirri vinnu. Að flokk­ur­inn skuli vera með á milli tutt­ugu og þrjá­tíu pró­senta fylgi í skoðana­könn­un­um er auðvitað al­gjört krafta­verk,“ seg­ir Kol­brún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert