Lokatölur komnar hjá VG í Reykjavík

Kolbrún Halldórsdóttir hafnaði í sjötta sæti, Álfheiður Ingadóttir í því …
Kolbrún Halldórsdóttir hafnaði í sjötta sæti, Álfheiður Ingadóttir í því fimmta og Katrín Jakobsdóttir því fyrsta Guðmundur Rúnar Guðmundsson

End­an­lega úr­slit í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík liggja nú fyr­ir en þegar töl­ur voru birt­ar í nótt átti eft­ir að telja utan­kjör­funda­at­kvæði. Eng­ar breyt­ing­ar urðu á skip­an sæta, Katrín Jak­obs­dótt­ir fékk flest at­kvæði og Svandís næst flest. Alls kusu 1101 fé­lagi í fimm efstu sæt­in í tveim kjör­dæm­um.

At­kvæði skipt­ust þannig:

Katrín Jak­obs­dótt­ir, 856 at­kvæði í 1. sæti

Svandís Svavars­dótt­ir, 616 at­kvæði í 1. sæti

Lilja Móses­dótt­ir, 480 at­kvæði í 2. sæti

Árni Þór Sig­urðsson, 342 at­kvæði í 2. sæti

Álf­heiður Inga­dótt­ir, 479 at­kvæði í 3. sæti

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, 446 at­kvæði í 3. sæti

Ari Matth­ías­son, 467 at­kvæði í 4. sæti

Auður Lilja Erl­ings­dótt­ir, 376 at­kvæði í 4. sæti

Davíð Stef­áns­son, 474 at­kvæði í 5. sæti

Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, 447 at­kvæði í 5. sæti

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert