Sigurður Ingi í fyrsta sæti hjá framsókn

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknir í Syðra-Langholti verður í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins á Suðurlandi. Þetta er niðurstaða póstkosningar sem verið var að kynna á kjördæmisþingi flokksins á Selfossi. Eygló Harðardóttir, alþingismaður hafnaði í öðru sæti.

1. Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknir

2. Eygló Þóra Harðardóttir, alþingismaður

3. Birgir Þórarinsson, sérfr. í alþj.samskiptum

4. Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi

5.  Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og form. SUF

6. Guðni Ragnarsson, bóndi

Alls greiddu 1.386 atkvæði í póstkosningunni og voru 1.344 þeirra gild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert