Sterkur endurnýjaður hópur

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Árni Sæberg

„Ég held að þetta sé bara flott. Við vor­um með gott fram­boð af fólki og fáum sterk­an lista út úr þessu,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta­málaráðherra, sem verm­ir nú 1. sæti á lista Vinstri-grænna í Reykja­vík fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í vor.

„Þetta er blanda af gömlu og nýju. Ég held við séum að fá heil­mikla end­ur­nýj­un,“ seg­ir hún. Kallað hafi verið eft­ir end­ur­nýj­un að und­an­förnu og hún hafi skilað sér. Góður ár­ang­ur Lilju Móses­dótt­ur sé kannski það óvænt­asta við for­valið, sem fram fór í gær.

„Mér líst vel á þetta og ég er bjart­sýn fyr­ir hönd þess­ara tveggja lista,“ seg­ir Katrín, en for­valið gilti fyr­ir bæði Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert