Vinstristjórn lífsnauðsyn

Svandís Svavarsdóttir er á hraðri leið inn í landsmálapólitíkina.
Svandís Svavarsdóttir er á hraðri leið inn í landsmálapólitíkina. mbl.is

„Ég er mjög ánægð og þakka mín­um stuðnings­mönn­um fyr­ir að treysta mér til að leiða ann­an list­ann í Reykja­vík. Ég lagði upp með það eft­ir að hafa fengið marg­ar til þess marg­ar áskor­an­ir,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir borg­ar­full­trúi, sem telj­ast má ein af sig­ur­veg­ur­um for­vals Vinstri-grænna í Reykja­vík. Hún náði 2. sæti og verður því á 1. sæti fram­boðslista flokks­ins í öðru hvoru kjör­dæm­inu.

Niður­stöður for­vals­ins voru leiðbein­andi og því ligg­ur ekki fyr­ir í hvoru kjör­dæm­inu Svandís verður á lista, né held­ur hvernig hinn end­an­legi listi mun líta út. Það á þó að verða ljóst fyr­ir landsþing flokks­ins 20. mars, að sögn Svandís­ar.

„List­inn er mjög sterk blanda af reynslu þing­manna Vinstri-grænna og þeim straum­um sem hafa farið um sam­fé­lagið und­an­farna mánuði. Bæði eru þarna full­trú­ar sem hafa verið áber­andi í búsáhalda­bylt­ing­unni. Það end­ur­spegl­ar þá til­finn­ingu sem maður hef­ur haft að sjón­ar­mið Vinstri-grænna eigi sam­leið með kröfu um breytt og betra sam­fé­lag sem endurómaði um allt um miðjan janú­ar,“ seg­ir Svandís.

Hún hef­ur ekki tekið ákvörðun um það hvenær hún læt­ur af störf­um sem borg­ar­full­trúi í Reykja­vík og stjórn­ar­maður í Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Hún seg­ir mark­miðið það að ná þrem­ur mönn­um inn á þing í hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu fyr­ir sig, en stærsta verk­efnið sé hins veg­ar að tryggja vinstri­stjórn í land­inu eft­ir kosn­ing­ar og „að tryggja að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hvíli eft­ir kosn­ing­arn­ar. Það er lífs­nauðsyn fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag að hann geri það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert