Ari upplýsir um fjármál sín

Ari Matthíasson
Ari Matthíasson

Ari Matthíasson, frambjóðandi hjá Vinstri grænum í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu með upplýsingum um fjárhagsleg tengsl sín við atvinnulífið.

„Vegna forvalsbaráttu minnar í VG vil ég taka fram eftirfarandi um fjárhagsleg tengsl mín við atvinnulífið,“ segir Ari í yfirlýsingu sinni.

„Þegar ég ákvað að taka þátt í forvali VG, vegna fjölda áskorana  þann 19. febrúar s.l.,  hafði ég engan þátt áður tekið í stjórnmálum. Mér auðnaðist því ekki að slíta á þau tengsl sem ég hafði við atvinnulífið með því að losa um eign mína í hinu skráða félagi KR-SPORT þar sem ég hafði áður verið stjórnarmaður. Líklegt má þó telja að verðmæti í því hlutafélagi sé fyrst og fremst tilfinningalegs eðlis og að lítill markaður sé fyrir bréfin þó ég minnist þess að auglýst var fyrir einhverjum misserum eftir þeim sem viljugir væru til þess að selja.


Um önnur tengsl vil ég segja eftirfarandi. Ég á einkahlutafélagið Nýja Ísland ehf sem áður hét ENRON ehf. kt. 481204-2240. Meðan félagið hét ENRON var starfsemi í því lítil sem engin enda það stofnað utan um liststarfsemi mína sem var í lágmarki. Síðastliðið haust breytti ég nafni ENRON í Nýja Ísland þegar ég ákvað að ráðast í uppsetningu á Við borgum ekki! Við borgum ekki! eftir Dario Fo  sem verður frumsýnt í maí n.k. í Borgarleikhúsinu í samvinnu við L.R.

 
Nafninu var breytt vegna þess að mér fannst eitthvað rétt við það að fyrirtæki sem áður hafi heitið Enron héti í dag Nýja Ísland og setti upp gamanleiki.


Forvalsbarátta mín var háð með þeim hætti að ég og kona mín hringdum í vini og vandamenn og báðum um stuðning. Aðrir komu ekki að þeirri baráttu, hvorki beint né óbeint og enginn veitti fjárhagslegan stuðning.  Kostnaður gæti slagað hátt í 10.000 kr. , en þar vegur hæst símakostnaður og eitt hóp-SMS sem stuðningsmönnum var sent á kjördag.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert