Karlar upp vegna kynjakvóta

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. mbl.is/Ómar

„ÞAað er helst kvennasveiflan sem er athyglisverð,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Um helgina fóru fram nokkur prófkjör stjórnmálaflokkanna í ýmsum kjördæmum. Mikið fylgi kvenna kom sérstaklega í ljós í forvali Vinstri grænna í Reykjavík og í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Í því síðarnefnda voru konur kjörnar í fimm efstu sætin, en tvær þeirra, Bryndís Bjarnarson og Svala Rún Sigurðardóttir, þurftu að víkja fyrir Gesti Valgarðssyni og Styrmi Þorgilssyni, vegna reglna Framsóknarflokksins um hlutföll kynjanna á framboðslistum.

Slíkar reglur höfðu áhrif víðar. Þannig færðust Bergur Sigurðsson og Þórbergur Torfason upp á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Jónína Rós Guðmundsdóttir færðist í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og Karl V. Matthíasson þingmaður færðist upp í fjórða sæti Norðvesturkjördæmis vegna reglna um svokallaðan paralista. Karl var í öðru sæti listans fyrir síðustu kosningar.

Reglur um fléttulista voru ekki viðhafðar í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, segir slík ákvæði fyrst og fremst snúast um að tryggja stöðu kvenna, enda séu konur aðeins um þriðjungur kjörinna fulltrúa.

Gunnar Helgi segir rökin með kynjakvóta enn til staðar, sé maður á annað borð fylgjandi þeim rökum. „Skiptingin í þinginu er enn á þá leið, en hins vegar gæti orðið breyting þar á í næstu kosningum.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert