Kolbrún Stefánsdóttir segist í tilkynningu hafa ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Frjálslynda flokksins. Hún er nú ritari flokksins og mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti varaformanns Frjálslynda
flokksins. Frá síðasta landsfundi hef ég verið ritari flokksins, en
ástæða þess að ég hef nú ákveðið að gefa kost á mér til varaformanns
er m.a. sú, að mér haf borist áskoranir sem ég get ekki litið
framhjá. Ég tel embætti varaformanns vera verðugt verkefni og að ég
geti gert flokknum meira gagn í því embætti. Frjálslyndi flokkurinn
hefur alltaf lagt áherslu á jafnræði landsbyggðarinnar og
höfuðborgarsvæðisins. Ég var lengi búsett og starfandi á
landsbyggðinni og þekki líf og þarfir landsbyggðarfólks,en er núna
búsett á höfuðborgarsvæðinu og get því borið þetta tvennt saman. Ég
vænti þess að viðhorf mín og reynsla komi að gagni í þessu embætti,“ segir í yfirlýsingu Kolbrúnar Stefánsdóttur.