L-listinn kynnir merki sitt

Merki L-lista
Merki L-lista

Forsvarsmenn L-lista hafa látið gera nýtt merkilistann. Í kynningu kemur fram að L stendur fyrir grunninn í þeirri hugmyndafræði sem L - listinn byggir á:
 
L - merkir lýðræði, en að efla lýðræðið á öllum stigum stjórnkerfisins er grundvallarhugsjón listans. Listinn er ekki flokkur heldur grasrótarhreyfing lýðræðissina.
 
L - merkir lausnir. Stjórnmálaumræðan gengur flesta daga fyrst og fremst út á fólk og goggunarröð flokka. Raunveruleikinn gleymist. Við viljum leggja áherslur á lausnir gagnvart þeim mikla vanda sem heimili og atvinnuvegir standa andspænis. L - listinn er grasrótarsamtök þar sem fólk með mikla reynslu af öllum sviðum þjóðlífsins tekur þátt. Við viljum nýta þá reynslu til endurreisnar þjóðfélagsins eftir óstjórn liðinna ára.
 
L - merkir landamæri. L- listafólk hafnar aðild Íslands að ESB og aðildarviðræðum. ESB er í grunninn ólýðræðislegt afl þar sem 732 þingmenn sitja á Evrópuþinginu andspænis framkvæmdavaldinu og embættismannavaldinu og hafa lítið að segja. Stærstu löndin eins og Þýskaland hafa þar 99 þingmenn. Ísland fengi einn, sama hvernig samið yrði.
 
Merki L - lista er prýtt fánalitunum sem sameina okkur öll hvar sem við erum í flokki. 


L- listinn stendur fyrir borgaraleg gildi og hafnar öllum öfgum til hægri og vinstri. Allir borgarar eru jafn réttháir, óháð kyni, trú og uppruna. L - listinn vill standa vörð um fjölmenningarlegt þjóðfélag þar sem samkiptin við öll lönd eru drifkraftur framfara og endurreisnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert