Össur Skarphéðinsson segir að engin forystukreppa sé í Samfylkingunni. Jóhanna Sigurðardóttir njóti mests trausts allra stjórnmálamanna á Íslandi og það sé mikill og þungur þrýstingur á hana að taka við flokknum.
Hann segist hafa gert Jóhönnu Sigurðardóttur það ljóst fyrir löngu síðan að hún væri sú manneskja sem hann vildi helst sjá á formannsstóli Samfylkingarinnar.
Össur segir ekkert liggja á fyrir Jóhönnu að taka ákvörðun. Flokksmenn beri það mikla virðingu fyrir henna að enginn muni þrýsta á hana að gera upp hug sinn fyrr en hún hafi rætt við trúnaðarmenn sína og fjölskyldu.