Össur stefnir á annað sætið

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson mbl.is/Ómar

Í ljósi þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur af heilsufarsástæðum hætt þátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna alþingiskosninga í vor hefur Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra, ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti í kjörinu.

„Ég gef því kost á mér til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í öðru af Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og mun sem fyrr leggja höfuðáherslu á endurnýjun atvinnulífsins, baráttu gegn atvinnuleysi og fyrir öruggri velferðarþjónustu," að því er segir í tilkynningu frá Össuri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert