Sturla vill 1.-2. sæti hjá Frjálslyndum í Reykjavík

Sturla Hólm Jónsson.
Sturla Hólm Jónsson.

Sturla Hólm Jónsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2 sætið á lista Frjálslynda flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, að því er fram kemur í tilkynningu. Sturla er vörubílstjóri og jarðvegsverktaki og fór fyrir mótmælum vörubílstjóra á síðasta ári.

„Ég hef ákveðið eftir að hafa ráðfært mig við stuðningsfólk  mitt í Reykjavík að gefa kost á mér í 1-2.sæti á lista Frjálslynda flokksins í öðru hvoru Reykjavíkur kjördæminu,“ segir Sturla m.a. í tilkynningu sinni. „Ég gef kost á mér vegna þess að ég vil hafa frekari áhrif  á íslensk þjóðmál enn verið hefur fram að þessu, og tel að með framboði mínu tækist mér að virkja það fylgi sem ég hef í grasrótinni, og þau tengsl,sem ég hef frá starfi mínu úr ýmsum áhugamannafélögum, til góðra verka. Þar sem uppstillingu er ekki lokið, hvorki í Reykjavík suður né Reykjavík norður, tel ég heppilegast að svo stöddu að gefa kost á mér á hvorn listann sem er í von um að hreppa 1-2.sæti á   öðru hvorum listanum.Ég er sannfærður um að framboð mitt fyrir Frjálslynda flokkinn gætur eflt hann mjög,bæði út í samfélagið og einnig inná við í flokksstarfi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert