Strax í gær myndaðist mikill þrýstingur á Jóhönnu Sigurðardóttur að skipta um skoðun og gefa kost á sér til formanns Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, sem tilkynnt hefur að hann gefi kost á sér sem varaformaður telur rökrétt að Jóhanna verði formaður. Sama segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Jafnframt beinir Jón Baldvin Hannibalsson því til samfylkingarfólks að hvetja Jóhönnu til að skoða hug sinn. Jón Baldvin, sem tilkynnti að hann hygðist fara gegn Ingibjörgu Sólrúnu segði hún ekki af sér, mun ekki bjóða sig fram gegn Jóhönnu.