Hanna Birna Jóhannsdóttir, Suðurgarði, Vestmannaeyjum, gefur kost á sér í starf ritara Frjálslynda flokksins á landsþingi flokksins sem haldið verður n.k. helgi í Stykkishólmi.Hún segist í tilkynningu hafa tekið virkan þátt í störfum Frjálslynda flokksins frá upphafi, og átt sæti í miðstjórn hans undanfarin ár.
Hanna skipaði annað sæti á lista Frjálslyndra og óháðra við sl.sveitastjórnarkosningar sem var frumraun Frjálslynda flokksins til áhrifa í sveitastjórnarmálum í Vestmannaeyjum. Hún var í þriðja sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi , og tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður í febrúar 2008.
Hanna hefur síðastliðin ár starfað sem stuðningsfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ, en starfa nú
við umönnun á hjúkrunar og dvalarheimilinu Klausturhólum á Klaustri, og er í
fjarnámi hjá fg.
„Frjálslyndi flokkurinn hefur alla tíð barist fyrir
byggðum landsins, jafnari skiptingu þjóðarkökunnar, en því miður hefur sundrung
og yfirgengilegt framapot einstaklinga orðið til þess að málefni þau sem
flokkurinn stendur fyrir, farið fyrir ofan garð og neðan,“ segir hún í tilkynningunni. „Nú hafa þau mein
yfirgefið góða stefnu fyrir frama og auglýsingaljóma annars staðar. Ég óska því
fólki góðs gengis í framtíðinni.“