Steinunn Valdís: Vill að þingið starfi í sumar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að þing komi saman strax eftir stjórnarmyndun í vor og starfa í sumar. Segir hún nauðsynlegt að við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi mikilvægt að þingið sýni hröð og vönduð vinnubrögð við vinnslu og afgreiðslu þeirra mála sem nauðsynleg eru til að greiða fyrir endurreisn íslensks samfélags. Þetta kemur fram á bloggvef þingmannsins.

„Fjölmargir hafa haft samband við mig upp á síðkastið og haft áhyggjur af því að að loknum kosningum í lok apríl muni taka við stjórnarmyndun sem muni taka fram í maí, svo sé komið sumarfrí og ekkert gerist fyrr en í haust. Mitt svar hefur verið afgerandi, ég tel það einsýnt að þing eigi að koma saman strax eftir stjórnarmyndun og starfa í sumar.

Það er ljóst að við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi er mikilvægt að þingið sýni hröð og vönduð vinnubrögð við vinnslu og afgreiðslu þeirra mála sem nauðsynleg eru til að greiða fyrir endurreisn íslensks samfélags. Um þetta ættu allir stjórnmálamenn að geta sameinast."

Sjá vef Steinunnar Valdísar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert