Steinunn Valdís: Vill að þingið starfi í sumar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill að þing komi sam­an strax eft­ir stjórn­ar­mynd­un í vor og starfa í sum­ar. Seg­ir hún nauðsyn­legt að við þær aðstæður sem nú eru uppi í ís­lensku sam­fé­lagi mik­il­vægt að þingið sýni hröð og vönduð vinnu­brögð við vinnslu og af­greiðslu þeirra mála sem nauðsyn­leg eru til að greiða fyr­ir end­ur­reisn ís­lensks sam­fé­lags. Þetta kem­ur fram á bloggvef þing­manns­ins.

„Fjöl­marg­ir hafa haft sam­band við mig upp á síðkastið og haft áhyggj­ur af því að að lokn­um kosn­ing­um í lok apríl muni taka við stjórn­ar­mynd­un sem muni taka fram í maí, svo sé komið sum­ar­frí og ekk­ert ger­ist fyrr en í haust. Mitt svar hef­ur verið af­ger­andi, ég tel það ein­sýnt að þing eigi að koma sam­an strax eft­ir stjórn­ar­mynd­un og starfa í sum­ar.

Það er ljóst að við þær aðstæður sem nú eru uppi í ís­lensku sam­fé­lagi er mik­il­vægt að þingið sýni hröð og vönduð vinnu­brögð við vinnslu og af­greiðslu þeirra mála sem nauðsyn­leg eru til að greiða fyr­ir end­ur­reisn ís­lensks sam­fé­lags. Um þetta ættu all­ir stjórn­mála­menn að geta sam­ein­ast."

Sjá vef Stein­unn­ar Val­dís­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert