Blysför til Jóhönnu

00:00
00:00

Geng­in verður blys­för til Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur klukk­an átta í kvöld til að hvetja hana til að taka við for­mennsku í Sam­fylk­ing­unni. Skipu­leggj­end­um blys­far­ar­inn­ar þykir Jó­hanna nokkuð þver og ljóst sé að hún þurfi að finna raun­veru­leg­an vilja al­menn­ings.

Keðju­bréf geng­ur nú á milli manna, bæði Sam­fylk­ing­ar­fólks og annarra, þar sem fólk er hvatt til að mæta við Þjóðar­bók­hlöðuna klukk­an hálf átta í kvöld til að taka þátt í göng­unni og lokka Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur til að setj­ast í há­sæti flokks­ins. Blys verða seld gegn vægu verði á staðnum og annað hvort verður gengið að heim­ili Jó­hönnu eða í Stjórn­ar­ráðið eft­ir því hvar hún held­ur til þá stund­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert