Blysför til Jóhönnu

Gengin verður blysför til Jóhönnu Sigurðardóttur klukkan átta í kvöld til að hvetja hana til að taka við formennsku í Samfylkingunni. Skipuleggjendum blysfararinnar þykir Jóhanna nokkuð þver og ljóst sé að hún þurfi að finna raunverulegan vilja almennings.

Keðjubréf gengur nú á milli manna, bæði Samfylkingarfólks og annarra, þar sem fólk er hvatt til að mæta við Þjóðarbókhlöðuna klukkan hálf átta í kvöld til að taka þátt í göngunni og lokka Jóhönnu Sigurðardóttur til að setjast í hásæti flokksins. Blys verða seld gegn vægu verði á staðnum og annað hvort verður gengið að heimili Jóhönnu eða í Stjórnarráðið eftir því hvar hún heldur til þá stundina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert