Framboðsfrestur fram yfir páska

mbl.is/Eyþór

Ríkisstjórnin hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi þar sem m.a. er gert ráð fyrir að ýmsir frestir sem kveðið er á um í lögunum og miðast við kjördag verði styttir í tengslum við alþingiskosningar, sem eiga að verða 25. apríl.

Í frumvarpinu er framboðsfrestur jafnframt færður aftur fyrir páskahelgina en að óbreyttu hefði hann runnið út föstudaginn langa, 10. apríl,  miðað við að kosið yrði 25. apríl. Samkvæmt frumvarpinu þarf að skila framboðum 11 dögum fyrir kjördag í stað 15 daga.

Þá færist frestur landskjörstjórnar til að birta auglýsingar um framboð nær kjördegi. Er lagt til að auglýsingarnar birtist fimm dögum fyrir kjördag í stað tíu daga.

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert