Vill 5. sæti í NA-kjördæmi fyrir Framsókn

Gunnar Þór Sigbjörnsson.
Gunnar Þór Sigbjörnsson.

Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri Egilsstöðum, býður sig fram í 5. sæti á lista Framsóknarflokksins, í NA-kjördæmi.  Maki hans er  Helga Þórarinsdóttir, og eiga þau 2 börn. Hann er með gráðu í verslunarstjórnun frá Bifröst og próf í stjórnun frá Háskóla Íslands.

Í tilkynningu um framboðið segist Gunnar m.a. vera búinn að vera flokksbundinn framsóknarmaður í  mörg ár. „Ég hef ættíð litið á mig sem félagshyggjumann og bind ég miklar vonir um að við náum að festa varanlega í okkar innri stjórnarskrá framsóknar  þau félagslegu gildi sem við fórum á mis við síðustu ár. Ég vill sjá stjórnmál sem vinna að hagsmunum landsmanna, það hefur vantað örlítið uppá það undanfarið.
Ég vill sjá gagnsætt hagkerfi en gagnsæi er lykill að heilbrigðu og traustu nýja Íslandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert