Afgerandi forysta Illuga

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is

Ill­ugi Gunn­ars­son er með tvö­falt fylgi á við Guðlaug Þór Þórðar­son meðal sjálf­stæðismanna í Reykja­vík til þess að leiða lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um, sam­kvæmt niður­stöðum í skoðana­könn­un Markaðs- og miðlarann­sókna (MMR) sem gerð var í Reykja­vík 6. til 11. mars.

52,6% þeirra sem segj­ast ætla að kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn í kom­andi kosn­ing­um segj­ast vilja að Ill­ugi leiði list­ann en 26,6% vilja að Guðlaug­ur Þór leiði list­ann. 13,8% þeirra sem svöruðu vildu hvor­ug­an og 7% vissu ekki svarið eða vildu ekki svara. Ef aðeins þeir sem hyggj­ast taka þátt í próf­kjör­inu eru flokkaðir, vilja 50,4% þeirra að Ill­ugi verði í fyrsta sæti list­ans, en 21,5% velja Guðlaug Þór. 604 höfuðborg­ar­bú­ar á aldr­in­um 18-59 ára svöruðu könn­un­inni, sem MMR vann fyr­ir stuðnings­menn Ill­uga.

Guðlaugur Þór
Guðlaug­ur Þór mbl.is/Ó​mar
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert