Afgerandi forysta Illuga

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is

Illugi Gunnarsson er með tvöfalt fylgi á við Guðlaug Þór Þórðarson meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi alþingiskosningum, samkvæmt niðurstöðum í skoðanakönnun Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) sem gerð var í Reykjavík 6. til 11. mars.

52,6% þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum segjast vilja að Illugi leiði listann en 26,6% vilja að Guðlaugur Þór leiði listann. 13,8% þeirra sem svöruðu vildu hvorugan og 7% vissu ekki svarið eða vildu ekki svara. Ef aðeins þeir sem hyggjast taka þátt í prófkjörinu eru flokkaðir, vilja 50,4% þeirra að Illugi verði í fyrsta sæti listans, en 21,5% velja Guðlaug Þór. 604 höfuðborgarbúar á aldrinum 18-59 ára svöruðu könnuninni, sem MMR vann fyrir stuðningsmenn Illuga.

Guðlaugur Þór
Guðlaugur Þór mbl.is/Ómar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert