Býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokks

Loftur Altice Þorsteinsson.
Loftur Altice Þorsteinsson.

Loft­ur Altice Þor­steins­son, verk­fræðing­ur og vís­inda­kenn­ari, hef­ur til­kynnt um fram­boð til for­mennsku í Sjálf­stæðis­flokki.

Í til­kynn­ingu um fram­boð sitt seg­ir hann m.a. að ít­rekaðar hót­an­ir Sam­fylk­ing­ar, um að næsta rík­i­s­tjórn verði knú­in til að láta af hendi full­veldi þjóðar­inn­ar, geri kröfu um kröft­ug viðbrögð. All­ir lands­menn þekki hvaða tjóni inn­gang­an í Evr­ópska efna­hags­svæði (EES) 1994 hafi valdið. All­ir lands­menn viti, að Ices­a­ve kröf­ur Evr­ópu­sam­bands­ins sé erfiðasta viðfangs­efni lands­manna.

Sam­fylk­ing­in hóti að beita afli sínu til að hindra mynd­um rík­is­stjórn­ar að aflokn­um kosn­ing­um, nema krafa þeirra verði samþykkt, um inn­göngu Íslands í Efna­hags­sam­bandið. Gera þurfi lands­mönn­um ljóst, að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn muni hvergi víkja fyr­ir óþjóðholl­um fyr­ir­ætl­un­um Sam­fylk­ing­ar. Eng­inn vafi megi leika á holl­ustu flokks og for­ustu, við sjálf­stætt og full­valda Ísland.


„Í ljósi þess­ar­ar stöðu, hef ég ákveðið að gefa kost á mér til for­mennsku í Sjálf­stæðis­flokkn­um, á kom­andi lands­fundi. Ég heiti á alla lands­menn að snú­ast til varn­ar gegn fyr­ir­ætl­un­um Sam­fylk­ing­ar og á Sjálf­stæðis­menn skora ég sér­stak­lega, að veita mér liðsinni við að marka flokkn­um af­drátt­ar­lausa stefnu fyr­ir sjálf­stæði þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Loft­ur í til­kynn­ing­unni, en hann býður sig fram í 1. - 4. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert