Meirihluti þátttakenda í skoðanakönnun Fréttablaðsins vill Jóhönnu Sigurðardóttur sem næsta formann Samfylkingarinnar. Sögðust 55,3% allra vilja Jóhönnu sem næsta formann. 26,3% sögðust villja, að Dagur B. Eggertsson leiði flokkinn.
Tæplega 6% nefndu Árna Pál Árnason eða Jón Baldvin Hannibalsson hvorn og rúmlega 2% Lúðvík Geirsson. 4,6% nefndu einhvern annan, þar af helmingur Össur Skarphéðinsson.
Ef einungis er litið til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna sögðust 56% vilja að Jóhanna verði formaður, 33,6% að Dagur verði formaður og 7,8% Árni Páll Árnason.
Niðurstaðan byggist á 800 svörum, sem skiptist jafnt milli karla og kvenna og hlutfallslega eftir búsetu. Hringt var í gær og spurt; Hver vilt þú að verði formaður Samfylkingarinnar? 70,8% tóku afstöðu.