Tilkynnt um þingrof á morgun

Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi sátu á fundi nú síðdegis.
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi sátu á fundi nú síðdegis. mbl.is/Ómar

Tilkynnt verður um þingrof á Alþingi í fyrramálið og verður það 25. apríl á kjördag. Þetta var niðurstaða fundar formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í dag. Ekki er hins vegar samkomulag um afgreiðslu mála á þinginu og því er óvíst hvenær þingstörfum lýkur.

Jóhanna Sigurðardóttir sagði við Ríkisútvarpið eftir fundinn, að samkomulag væri um að hún tilkynni í upphafi þingfundar á morgun, að kosið verði til Alþingis 25. apríl og verði þingrof þann dag. Sagði Jóhanna, að þessi tilkynning þýði, að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla geti hafist í kjölfarið. 

Jóhanna sagði ekki ljóst hvenær þingstörfum ljúki. Stjórnarflokkarnir telji, að það þurfi nokkurn tíma til að ljúka verkefnum, sem snúa að endurreisn fyrirtækja og heimila. Þá sé ágreiningur á Alþingi um stjórnarskrármálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka