Dregur formannsframboð til baka

Guðni Halldórsson
Guðni Halldórsson

Guðni Halldórsson hefur ákveðið að draga til baka, áður auglýst framboð sitt til formennsku í Frjálslynda flokknum á landsþingi sem hefst í dag. Guðni skorar á landsfundarfulltrúa að veita Sturlu Jónssyni tækifæri til að verða formaður Frjálslynda flokksins.

Í yfirlýsingu Guðna Halldórssonar segir að hann hafi talið nauðsynlegt aðgera breytingar á forystu Frjálslynda flokksins, hefja flokkinn á ný til vegs og virðingar í þjóðfélaginu og veita flokknum sérstöðu utan hins hefðbundna fjórflokks íslenska lýðveldisins.

„Nú er það svo að tveir aðilar, sem hafa beðið umtalsverða ósigur í tveimur ólíkum prófkjörum, í tveimur ólíkum flokkum, gera tilkall til forystu í flokknum og á framboðslistum hans. Það er að mínu viti nauðsynlegt fyrir Frjálslynda flokkinn að hann fái til forystu nýtt fólk og með nýjar hugmyndir og kraft enda flokkurinn alls ekki að mælast með það fylgi sem hann ætti með réttu að vera með. Ég tel að Sturla Jónsson hafi að undanförnu sýnt það í verki að hann ber virðingu fyrir þjóðfélaginu. Hann er réttsýnn, hefur sterkan sannfæringarkraft og veit hvaða mál eru brýnust úrlausnar í þjóðfélaginu. Ég skora því á landsfund Frjálslynda flokksins og alla þá góðu stuðningsmenn mína, sem höfðu lofað mér atkvæði sínu, að veita Sturlu tækifæri til að verða formaður flokksins og forsætisráðherraefni hans,“ segir í yfirlýsingu Guðna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert