Flestir vilja stjórn S og V

Flestir vilja áframhaldandi stjórn Samfylkingar og VG.
Flestir vilja áframhaldandi stjórn Samfylkingar og VG. mbl.is/Ómar

Flestir þeirra, sem tóku þátt í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag, eða 54,2%, vilja að Samfylking og Vinstrihreyfingin-grænt framboð myndi ríkisstjórn eftir kosningar. 12,6% vilja stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

9,6% sögðust vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 6,7% sögðust vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Aðrir kostir höfðu mun minni stuðning.

Fram kom að ekki er mikill munur á afstöðu fólks eftir kyni og búsetu. Þó vilja ívið  fleiri konur áframhaldandi stjórn Samfylkingar og Vg, eða 57,8% á móti 51,3% karla.

Hringt var í 800 manns 11. mars. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokka vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 59,8% tóku afstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert