Las upp forsetabréf um þingrof

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Kristinn Ingvarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra las upp for­seta­bréf um þingrof 25. apríl og kosn­ing­ar í upp­hafi þing­fund­ar í morg­un. Enn ligg­ur þó ekk­ert fyr­ir um hvenær þing­fund­um verður frestað þar sem sam­komu­lag hef­ur ekki náðst milli stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu.

Jó­hanna sagði að nú verði unnt að hefja und­ir­bún­ing kosn­inga. Hún benti á að nú félli kjör­dag­ur sam­an við þingrofs­dag í sam­ræmi við breyt­ing­ar sem voru gerðar á stjórn­ar­skránni árið 1991. Unnt verði að leggja fram ný lög á þingi þrátt fyr­ir þessa til­kynn­ingu.  Ekk­ert hefði verið ákveðið um hvenær þing­fund­um verði frestað. Hingað til hefði skemmst liðið mánuður frá frest­un funda þings­ins og til kjör­dags. Lagði hún áherslu á að öll brýn mál verði af­greidd áður en þing­inu verður frestað.

Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði Sjálf­stæðis­flokk­inn ekki gera ágrein­ing við til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðherra. Hins veg­ar gagn­rýndi hann að ætl­un­in sé að þingið starfi jafn­vel vik­um sam­an eft­ir að þessi til­k­hynn­ing hefði verið les­in upp. Það væri óeðli­legt.  

Geir sagði að breyt­ing­in á þingrofs­ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar hefði ekki verið hugsuð svo að  þingið starfaði eins og ekk­ert hefði í skorist eft­ir að þingrofstil­kynn­ing­in hefði verið les­in upp, þó það væri form­lega heim­ilt. Geir sagði að ætl­ast hefði verið til þess að þingið lyki aðeins brýn­ustu störf­um eft­ir að þingrof hef­ur verið til­kynnt. Hann sagði að sjálf­stæðis­menn vildu greiða fyrr fram­gangi mik­il­vægra mála. Hvatti hann for­sæt­is­ráðherra að beita sér fyr­ir því að náð verði sam­komu­lagi um þinglok. Geir sagði hægt að ljúka þing­störf­um á mjög stutt­um tíma ef vilji væri fyr­ir hendi.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sagðist ekki hafa áhyggj­ur af form­inu eins og ástatt væri í þjóðfé­lag­inu. Nú væri búið að festa kjör­dag en Alþingi þurfi að ljúka mjög mik­il­væg­um verk­efn­um, m.a. þeim lýðræðis­um­bót­um sem þjóðin kallaði eft­ir.

Stein­grím­ur hvatti til þess að flokk­arn­ir næðu sam­an um að kosn­inga­bar­átt­an verði hófstillt og með eins litl­um til­kostnaði og unnt væri.

Sér­nefnd um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar kom sam­an til síns fyrsta fund­ar í morg­un, en nefnd­in hef­ur fengið fruvmarpið til breyt­inga á stjórn­ar­skránni til meðferðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert