Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Árni Sæberg

Samtök atvinnulífsins lýsa þungum áhyggjum af stöðu atvinnu- og efnahagsmála í bréfi til formanna stjórnmálaflokkanna. Þar segir að allt of hægt hafi gengið að taka lykilákvarðanir um endurreisn atvinnulífsins og seinagangurinn valdi íslenskum fyrirtækjum enn meiri erfiðleikum en fyrirsjáanlegt var.

Rúmir fimm mánuðir séu liðnir frá hruni bankanna og tímabært að ráðast í brýnar aðgerðir, t.d. lækkun stýrivaxta í a.m.k. 10%. Samtök atvinnulífsins hafa óskað eftir viðræðum við forystumenn flokkanna um þá alvarlegu stöðu sem ríkir í atvinnulífinu þegar kosningar eru framundan og stjórnmálaleg óvissa bætist við aðra erfiðleika sem við er að etja.

 Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, skrifar undir bréfið fyrir hönd samtakanna, en þar er m.a. vikið að brýnustu aðgerðunum sem ráðast verður í að mati SA: Lækkun vaxta, afnám gjaldeyrishafta, endurreisn bankakerfisins og víðtækar aðgerðir til að vinna gegn auknu atvinnuleysi.

Bréfið 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert