Guðlaugur Þór Þórðarson leiðir í prófkjörsslagnum hjá Sjálfstæðisflokkunum í Reykjavík samkvæmt könnun sem gerð hefur verið á fylgi þeirra sem sækjast eftir 1. sætinu. 45% þeirra sem hringt var í sögðust ætla að kjósa Guðlaug Þór en 35% nefna Illuga Gunnarsson. Um fimmtungur tók ekki afstöðu eða nefnir önnur nöfn í fyrsta sætið. Könnunin var framkvæmd fyrir stuðningsmenn Guðlaugs Þórs af úthringihóp á vegum framboðs Guðlaugs Þórs.
Í tilkynningu kemur fram að hringt var í 3661 sjálfstæðismann í Reykjavík 16 ára og eldri dagana 9. til 12. mars. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu til þeirra tveggja sem hafa boðið sig fram í 1. sætið hyggjast 56% styðja Guðlaug en 44% Illuga, að því er fram kemur í tilkynningu.
Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup vann og greint var frá í Morgunblaðinu þann 21. febrúar sl. naut Illugi Gunnarsson stuðnings 20,8% til 30% Reykvíkinga til að leiða
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og Guðlaugur Þór Þórðarson á bilinu
5,2% til 10,2% stuðnings.