Ásgerður jóna Flosadóttir var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins. Þrír börðumst um varaformannssætið. Ásgerður Jóna hlaut 51 atkvæði, Kolbrún Stefánsdóttir hlaut 38 atkvæði og Viðar Guðjohnsen 11 atkvæði. 101 greiddi atkvæði. Einn seðill var ógildur.
Hanna Birna Jóhannsdóttir lýsti ein yfir framboði til ritara og var því réttkjröin í embættið.
Kosningar til embættis formanns fjármálaráðs eru hafnar. Tveir gefa kost á sér, þeir Helgi Helgason og Sturla Jónsson. Að því loknum fer fram kjör í miðstjórn Frjálslynda flokksins.