Ásta Ragnheiður í 8. sæti

Talsvert af fólki hefur fylgst með talningu atkvæða í prófkjöri …
Talsvert af fólki hefur fylgst með talningu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í kosningamiðstöð flokksins í kvöld. mbl.is/GSH

Lokatölur voru lesnar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík á 11. tímanum í kvöld. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félagsmálaráðherra, fór upp í 8. sæti á lokasprettinum og Mörður Árnason, varaþingmaður, fór einnig upp fyrir Önnu Pálu Sverrisdóttur, formann Ungra jafnaðarmanna, sem var í 8. sæti lengi vel.

Þá höfðu Helgi Hjörvar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sætaskipti í 3. og 4. sætinu en Helgi fór upp í það sæti á endanum. Jóhanna Sigurðardóttir fékk 78% atkvæða í 1. sætið.

Alls greiddu 3543 atkvæði í prófkjörinu sem er 45,8% kjörsókn. Þetta er mun minni þátttaka en var í prófkjöri flokksins í árslok 2006 en þá kusu rúmlega 4800 manns. Samfylkingin fékk 8 þingmenn í Reykjavík í síðustu alþingiskosningum.

Lokaröðin varð þessi:

  1. Jóhanna Sigurðardóttir, 2766 atkvæði í 1. sæti
  2. Össur Skarphéðinsson, 1182 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Helgi Hjörvar 822 atkvæði í 1.-3. sæti 
  4. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 1104 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Skúli Helgason 1277 atkvæði í 1.-5. sæti
  6. Valgerður Bjarnadóttir 1448 atkvæði í 1.-6. sæti
  7. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 1602 atkvæði í 1.-7. sæti
  8. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, 1605 atkvæði í 1.-8. sæti
  9. Mörður Árnason, 1474 atkvæði í 1.-9. sæti
  10. Anna Pála Sverrisdóttir 1352 atkvæði í 1.-10. sæti.
  11. Dofri Hermannsson 1268 atkvæði í 1.-11. sæti
  12. Sigríður Arnardóttir 964 atkvæði í 1.-12. sæti
  13. Jón Baldvin Hannibalsson
  14. Sigbjörg Sigurgeirsdóttir
  15. Pétur Tyrfingsson
  16. Jón Daníelsson
  17. Björgvin Valur Guðmundsson
  18. Hörður J. Oddfríðarson
  19. Sverrir Jensson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert