Lokatölur voru lesnar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík á 11. tímanum í kvöld. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félagsmálaráðherra, fór upp í 8. sæti á lokasprettinum og Mörður Árnason, varaþingmaður, fór einnig upp fyrir Önnu Pálu Sverrisdóttur, formann Ungra jafnaðarmanna, sem var í 8. sæti lengi vel.
Þá höfðu Helgi Hjörvar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sætaskipti í 3. og 4. sætinu en Helgi fór upp í það sæti á endanum. Jóhanna Sigurðardóttir fékk 78% atkvæða í 1. sætið.
Alls greiddu 3543 atkvæði í prófkjörinu sem er 45,8% kjörsókn. Þetta er mun minni þátttaka en var í prófkjöri flokksins í árslok 2006 en þá kusu rúmlega 4800 manns. Samfylkingin fékk 8 þingmenn í Reykjavík í síðustu alþingiskosningum.
Lokaröðin varð þessi: