Guðjón Arnar kjörinn formaður

mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Guðjón Arnar Kristjánsson var endurkjörinn formaður Frjálslynda flokksins á landsþingi sem nú stendur í Stykkishólmi. Guðjón hlaut 83 atkvæði en Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður hlaut 15 atkvæði.

Tveir höfðu lýst yfir framboði til formanns, þeir Guðjón Arnar og Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður flokksins. Guðni Halldórsson, sem hafði lýst yfir formannsframboði, dró það til baka í gær. Hann hvatti hins vegar flokksmenn til að fylkja sér um Sturlu Jónsson í embætti formanns.

100 greiddu atkvæði í formannskjörinu. Einn seðill var auður og einn ógildur.

Kosning í embætti varaformanns er að hefjast. Þær Kolbrún Stefánsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir og Viðar Guðjohnsen, hafa lýst yfir framboði til varaformanns.

Þá hefur Hanna Birna Jóhannsdóttir lýst yfir framboði til ritara og Helgi Helgason og Sturla Jónsson, sækjast eftir embætti formanns fjármálaráðs flokksins. Kosningar fara fram að loknum kosningum í embætti varaformanns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert