Guðjón Arnar kjörinn formaður

mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Guðjón Arn­ar Kristjáns­son var end­ur­kjör­inn formaður Frjáls­lynda flokks­ins á landsþingi sem nú stend­ur í Stykk­is­hólmi. Guðjón hlaut 83 at­kvæði en Magnús Þór Haf­steins­son, vara­formaður hlaut 15 at­kvæði.

Tveir höfðu lýst yfir fram­boði til for­manns, þeir Guðjón Arn­ar og Magnús Þór Haf­steins­son vara­formaður flokks­ins. Guðni Hall­dórs­son, sem hafði lýst yfir for­manns­fram­boði, dró það til baka í gær. Hann hvatti hins veg­ar flokks­menn til að fylkja sér um Sturlu Jóns­son í embætti for­manns.

100 greiddu at­kvæði í for­manns­kjör­inu. Einn seðill var auður og einn ógild­ur.

Kosn­ing í embætti vara­for­manns er að hefjast. Þær Kol­brún Stef­áns­dótt­ir, Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir og Viðar Guðjohnsen, hafa lýst yfir fram­boði til vara­for­manns.

Þá hef­ur Hanna Birna Jó­hanns­dótt­ir lýst yfir fram­boði til rit­ara og Helgi Helga­son og Sturla Jóns­son, sækj­ast eft­ir embætti for­manns fjár­málaráðs flokks­ins. Kosn­ing­ar fara fram að lokn­um kosn­ing­um í embætti vara­for­manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert