Hefði viljað sjá konur

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal

„Ég er mjög þakklát fyrir þennan mikla stuðning sem ég hef hlotið eins og þetta liggur fyrir núna,“ segir Ólöf Nordal, sem sóttist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og lendir, samkvæmt nýjustu tölum í 4. sæti. „Ég var auðvitað að stefna hátt, en maður veit aldrei hvað gerist.“

Ólöf færði sig sem kunnugt er milli kjördæma, en hún var upphaflega kosinn inn á þing sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. 

„Mér finnst afar leiðinlegt að sjá hvað konur koma illa út úr þessu prófkjöri. Ég hefði viljað sjá konur ofar á listanum. Það voru sterkar konur í kjöri, en þær fengu ekki brautargengi,“ segir Ólöf og bendir á konur séu aftur á móti að fá góða kosningu í önnur sæti en baráttusætin á listanum. „Það er verið að kjósa þær miklu neðar á lista. Þessi niðurstaða kemur mér á óvart. Ég hélt satt að segja að konum myndi farnast betur í þessu prófkjöri.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka