Illugi sigraði í Reykjavík - Erla Ósk hafnaði í 8. sæti

Frá prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Frá prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/hag

Lokatölur liggja nú fyrir í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Röðun efstu frambjóðenda helst óbreytt frá því sem hefur verið í fyrri tölum kvöldsins. Illugi Gunnarsson leiðir listann og fékk alls 4232 atkvæði í efsta sætið.

Guðlaugur Þór Þórðarson hafnar í öðru sæti og Pétur Blöndal í því þriðja. Röðun efstu frambjóðenda breyttist ekki frá því í síðustu tölum en Erla Ósk Ásgeirsdóttir skaust upp í áttunda sætið og Þórlindur Kjartansson hafnaði í því níunda.

Alls voru 7.492 atkvæði gild í prófkjörinu af þeim 7.855 atkvæðum sem greidd voru. Í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar árið 2007 greiddu alls 10.846 atkvæði eða 50,88%.  

Listann má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert