Jóhanna með 80% atkvæða í 1. sætið

Frambjóðendur bíða eftir fyrstu tölum í kosningamiðstöðinni við Skólabrú.
Frambjóðendur bíða eftir fyrstu tölum í kosningamiðstöðinni við Skólabrú. mbl.is/GSH

Fimm konur eru í átta efstu sætunum í prófkjöri Samfylkingarinnar, sem lauk klukkan 18 í kvöld. Fyrstu tölur voru lesnar skömmu síðar. Jóhanna Sigurðardóttir hafði fengið 1360 atkvæði í 1. sæti þegar talin höfðu verið 1707 atkvæði

Í næstu sætum voru Össur Skarphéðinsson með 512 í 1.-2. sæti, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafði fengið 417 atkvæði í 1.-3. sæti, Helgi Hjörvar 667 atkvæði í 1.-4. sæti, Skúli Helgason 728 atkvæði í 1.-5. sæti, Valgerður Bjarnadóttir 728 atkvæði í 1.-6. sæti,  Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafði fengið 800 atkvæði í 1.-7. sæti og Anna Pála Sverrisdóttir 758 atkvæði í 1.-8. sæti.

Athygli vekur að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félagsmálaráðherra er ekki meðal 8. efstu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert