Þingmenn njóta mikils trausts

Gréta Ingþórsdóttir
Gréta Ingþórsdóttir

„Það er augljóst að þingmenn njóta mikils traust,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, sem stefndi á 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en lendir í því 11. miðað við núverandi tölur. 

Bendir hún á að sjö efstu sætin eru skipuð sitjandi þingmönnum, en síðan komi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), þ.e. Þórlindur Kjartansson og tveir vara þingmenn, þ.e. Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Sigríður Á. Andersen. „Þannig að ég er ekki ósátt við þessa niðurstöðu eins og hún snýr að mér,“ segir Gréta.

Segir hún ljóst að það hafi verið á brattann að sækja fyrir nýliða í pólitík, ekki síst í ljósi þess að kosningabaráttan var knöpp og efri mörk sett á útgjöld frambjóðenda til þess að kynna sig.

„Það voru margir hæfir frambjóðendur á ferðinni þannig að ég gerði mér alveg grein fyrir því að þetta gæti farið svona,“  segir Gréta þegar hún er spurð hvort það séu ekki vonbrigði fyrir hana að hafa ekki náð lengra. Tekur hún fram að í ljósi þess að hún komi fast á hæla sitjandi þingmanna, varaþingmanna og formanns SUS þá sé niðurstaðan eins og hún snúi að sér viðunandi niðurstaða. 

Spurð hvað sér finnist um kynjaskiptingin á listanum segir Gréta það ákveðin vonbrigði að fleiri konur hafi ekki raðað sér ofan á listann og í raun koma á óvart miðað við umræðuna að undanförnu í samfélaginu. „Og ekki síst í ljósi þess að bæði Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt fóru í herferð til þess að minna flokksmenn á mikilvægi þess að kjósa konur undir yfirskriftinni 2+2,“ segir Gréta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert