Birkir Jón sigurvegari

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

Birk­ir Jón Jóns­son, alþing­ismaður, sigraði í próf­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi. Kosið var um sæti 1 til 8 á auka­kjör­dæm­isþingi á Eg­ils­stöðum í dag.

Birk­ir Jón hlaut 505 at­kvæði í fyrsta sæti. Hösk­uld­ur Þór­halls­son hlaut 647 at­kvæði í 1.-2. sætið.

Hulda Aðal­bjarn­ar­dótt­ir menn­ing­ar- og fræðslu­full­trúi Norðurþings varð í þriðja sæti en hún hlaut 509 at­kvæði í 1.-4. sæti. Sig­fús Karls­son, fram­kvæmda­stjóri skip­ar fjórða sæti list­ans, hann hlaut 304 at­kvæði í 1.-4. sæti.

Alls greiddu 928 at­kvæði í próf­kjör­inu.

Verið er að kynna niður­stöður próf­kjörs­ins á kjör­dæm­isþing­inu og í fram­hald­inu verður 20 manna fram­boðslisti kynnt­ur flokks­mönn­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk þrjá menn kjörna í Norðaust­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um vorið 2007.

Niðurstaða próf­kjörs í sæti 1 - 8

1. Birk­ir Jón Jóns­son, alþing­ismaður - 505 at­kvæði í 1. sæti
2. Hösk­uld­ur Þór Þór­halls­son, alþing­ismaður - 647 at­kvæði í 1.-2. sæti
3. Huld Aðal­bjarn­ar­dótt­ir menn­ing­ar-og fræðslu­full­trúi Norðurþings - 509 at­kvæði í 1.-3. sæti
4. Sig­fús Karls­son, fram­kvæmda­stjóri - 340 at­kvæði í 1.-4. sæti
5. Svan­hvít Ara­dótt­ir, for­stöðuþroskaþjálfi - 448 at­kvæði í 1.-5. sæti
6. Hall­veig Björk Hösk­ulds­dótt­ir, leiðtogi í málm­vinnslu Alcoa - 463 at­kvæði í 1.-6. sæti
7. Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, bóndi og tamn­ingamaður - 497 at­kvæði í 1.-7. sæti
8. Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, sér­kenn­ari - 397 at­kvæði í 1.-8. sæti

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert