„Í raun og veru kom þetta ekki svo mikið á óvart. Ég fann mjög víðtækan stuðning í kjördæminu í aðdraganda þingsins," sagði Birkir Jón Jónsson, sem sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Birkir sagði að ljóst hefði verið, að baráttan yrði hörð á milli hans og Höskuldar Þórhallssonar í ljósi þess að þeir komu báðir mjög sterkir út úr síðasta flokksþingi. Báðir sóttust eftir 1. sæti á lista framsóknarmanna í kjördæminu.
„En baráttan var heiðarleg og samstarfið verður gott. Mér líst vel á þennan lista sem við höfum nú valið okkur,“ sagði Birkir Jón.