Í takt við það sem ég lagði upp með

„Mér líst bara ágætlega á þetta eins og þetta er núna. Þetta er það sem ég lagði upp með og ég er sérstaklega ánægður með að fá tæpan helming atkvæðanna í 1. - 2. sætið. Það var gríðarlega hörð samkeppni um 2. sætið. Nú er að vona að hlutföllin breytist ekki mikið innbyrðis,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor þegar fyrstu tölur höfðu verið lesnar upp í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Tryggvi er í öðru sæti þegar helmingur atkvæða hefur verið talinn. Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður er í fyrsta sæti en Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður í því þriðja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert