Iðrast stuðnings við stjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Saxast hefur á fylgi Framsóknarflokksins, frá því að það mældist mest að afloknu flokksþingi í janúar. Þá var það 17,2%, en í síðustu könnun 12,6%. Framsóknarmenn óttast því að hafa „toppað of snemma“.

Margir framsóknarmenn naga sig nú í handarbökin og iðrast þess sárlega að hafa boðið Samfylkingu og Vinstri grænum upp á að verja minnihlutastjórn þessara flokka vantrausti fram að kosningum.

Raunar mun formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með það hvernig til hefur tekist, frá því að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka