ÍNN selur útsendingartíma

Ingvi Hrafn Jónsson.
Ingvi Hrafn Jónsson.

Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, segir að stöðin selji útsendingartíma á 60 þúsund krónur hálftímann fyrir utan virðisaukaskatt. Dögg Pálsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, upplýsti í gærkvöldi að hún hefði greitt ÍNN 74.700 krónur fyrir viðtal og Útvarpi Sögu 53.535 krónur, einnig fyrir viðtal.

Ingvi Hrafn segir, að innifalið í verðinu sé klukkutíma upptaka í stúdíói og útsending á besta dagskrártíma.Viðkomandi ráði dagskrá, viðmælendum eða spyrlum og fái í eigin vasa allar tekjur af auglýsingum eða kostun sem þeir selja. ÍNN sé þannig farvegur sjónvarpsefnis.

Meðal slíkra þátta eru Leið til léttara lífs, Suðurnesjamagasín, maturinn og lífið, Skýjum ofar og fjölmargir aðilar eru í viðræðum við ÍNN um framleiðslu og útsendingu á fjölbreyttu efni, sem áhorfendur ÍNN fá að njóta í náinni framtíð. Öllum frambjóðendum í prófkjörum hefur staðið þessi þjónusta til boða og kom það ÍNN á óvart hve fáir notfærðu sér þennan valkost í ljósi þess hve ódýr hann er í samanburði við aðrar auglýsingar. ÍNN selur ekki viðtöl,ÍNN selur útsendingartíma," segir í athugasemd Ingva Hrafns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert