Jón Bjarnason leiðir í NV-kjördæmi

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason

Jón Bjarnason þingmaður hreppti 1. sætið í prófkjöri vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Hann hefur leitt listann frá upphafi. Talningu úr póstkosningu lauk fyrir stundu.

Alls voru 524 á kjörskrá, en atkvæði greiddu 375 manns. Jón Bjarnason fékk 254 atkvæði.

Í öðru sæti varð Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri með 124 atkvæði.

Í þriðja sæti varð Ásmundur Einar Daðason, Lambeyrum í Dölum, með 165 atkvæði.

Í fjórða sæti varð Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir í Reykholti með 141 atkvæði.

Í fimmta sæti varð Telma Magnúsdóttir Blönduósi með 129 atkvæði.

Í sjötta sæti varð Grímur Atlason í Búðardal með 133 atkvæði.

Niðurstöðurnar eru birtar með fyrirvara um samþykki kjördæmisráðs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert