Ólafur Þór í þriðja sæti VG í Kraganum

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson. mbl.is/hag

Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son öldrun­ar­lækn­ir hreppti þriðja sætið í próf­kjöri VG í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Taln­ingu er lokið. 1.178 voru á kjör­skrá og greiddu 738 at­kvæði eða tæp­lega 63% þeirra sem voru á kjör­skrá. Ógild at­kvæði voru 31.

Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stýra skip­ar fyrsta sætið og Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra annað sætið.

Tíu gáfu kost á sér í þriðja sætið og fékk Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son 45 at­kvæðum meira en sá sem næst­ur hon­um kom.

Röð sex efstu manna:

1. sæti Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir 471 at­kvæði
2. sæti Ögmund­ur Jónas­son 526 at­kvæði
3. sæti Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son 216 at­kvæði
4. sæti Andrés Magnús­son 261 at­kvæði
5. sæti Mar­grét Pét­urs­dótt­ir 290 at­kvæði
6. sæti Ása Björk Ólafs­dótt­ir 227 at­kvæði

mbl.is/​hag
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert