Prófkjörið kostaði 442 þúsund

Dögg Pálsdóttir.
Dögg Pálsdóttir.

Dögg Páls­dótt­ir, sem tók þátt í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, birt­ir á heimasíðu sinni yf­ir­lit yfir kostnað sem hún þurfti að bera af próf­kjörs­bar­átt­unni. Sam­kvæmt því var kostnaður­inn 441.922 krón­ur. Fram kem­ur m.a. að tvær aug­lýs­ing­ar í Morg­un­blaðinu kostuðu 174.300 krón­ur, viðtal í INN 74.700 krón­ur, viðtal í Útvarpi Sögu 53.535 krón­ur og aug­lýs­ingakubb­ur á mbl.is 38.844.

Dögg sótt­ist eft­ir 2.-4. sæti í próf­kjör­inu en var ekki meðal 12 efstu. Hún seg­ist í ljósi þessr­ara úr­slita ekki munu gefa kost á sér aft­ur á þess­um á þess­um vett­vangi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Þá seg­ir Dögg, að það komi tals­vert á óvart að í sjö efstu sæt­um á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík séu eng­ir aðrir en nú­ver­andi þing­menn. Miðað við há­vær­ar kröf­ur um breyt­ing­ar verði ekki dregn­ar aðrar álykt­an­ir af þessu en þær, að kjós­end­ur í próf­kjör­inu séu býsna ánægðir með frammistöðu sitj­andi þing­manna.

Einnig veki  at­hygli að hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um sé kon­um sem fyrr að mestu raðað neðst. Kjós­end­ur í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík treysti kon­um illa til for­ystu, a.m.k. þeim kon­um sem gefa kost á sér.

„Svo verður ekki bet­ur séð en að sam­hengi sé milli út­gjalda í próf­kjörs­bar­átt­unni og ár­ang­urs. Það eru mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir framtíðina," seg­ir Dögg á heimasíðunni.

Vefsíða Dagg­ar 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert