Ragnheiður Elín efst

Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi þegar talin hafa verið 1.400 atkvæði af um það bil 4.000. Ragnheiður Elín  hefur hlotið 715 atkvæði í 1. sæti. 

Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri er í öðru sæti með 503 atkvæði í 1.-2. sæti. Kjartan Ólafsson, alþingismaður er í þriðja sæti með 565 atkvæði í 1.-3. sæti og Árni Johnsen, alþingismaður í því fjórða með 571 atkvæði í 1.-4. sæti.

Íris Róbertsdóttir, kennari er í fimmta sæti með 664 atkvæði í 1.-5. sæti og Björk Guðjónsdóttir, alþingismaður er í sjötta sæti með 616 atkvæði í 1.-6. sæti.

Talning tafðist í prófkjörinu vegna veðurs. Búið var að fresta talningunni þar sem hvorki var hægt að fljúga né sigla milli lands og Eyja. Það rofaði til um stund og var hægt að fljúga með atkvæði frá Eyjum. Þá tók tíma að koma atkvæðum úr Skaftafellssýslum á talningarstað á Selfossi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert