Ragnheiður Elín sigraði

Árni Johnsen.
Árni Johnsen.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, sigraði með nokkrum yfirburðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Ragnheiður Elín fékk 2192 atkvæði í fyrsta sætið en Árni Johnsen, alþingismaður, varð í 2. sæti með 1576 atkvæði í 1.-2. sæti. Hann fékk 1300 atkvæði í 1. sætið.

Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, varð í 3. sæti með 1882 atkvæði í fyrstu þrjú sætin.  Írís Róbertsdóttir, kennari í Vestmannaeyjum,  endaði hún í fjórða sæti prófkjörsins með 1812 atkvæði í 1.-4. sætið.

Alþingismennirnir Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir enduðu í 5. og 6. sæti í prófkjörinu.  

Lokatölur í prófkjörinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert