Raunhæft að ná tveimur til þremur mönnum

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra á kosningavöku VG í kvöld.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra á kosningavöku VG í kvöld. mbl.is/hag

„Þetta er geysilega öflugur listi sem að við erum að tefla hér fram í Suðvesturkjördæmi. Ég sagði nú áður en úrslitin voru kunn að hvernig sem myndi raðast á listann að þá yrði þetta mjög kröftugur framboðslisti,“ segir Ögmundur Jónason.

Í fyrstu kosningunum sem VG bauð fram fékk flokkurinn engan mann kjörinn í Suðvesturkjördæmi. Í næstu kosningum fékk VG einn mann og í komandi kosningum segir Ögmundur stefnt að því að fá tvo til þrjá menn, helst þrjá.

„Ég held að það sé alveg raunhæft. Það eru að verða umskipti í pólitíkinni. Það er uppgjör við hið liðna og það sem hér hefur gerst á undanförnum árum í landinu og fólk vill nýja ráherslur. Ég hef trú á því að VG  sé að svara þessu kalli tímans,“ segir Ögmundur Jónason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert