Tryggvi Þór í öðru sæti

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson Mbl.is/ Kristinn

Tryggvi Þór Herbertsson prófessor er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þegar búið er að telja 1.000 atkvæði. Alls greiddi 2.041 atkvæði í prófkjörinu.

Kristján Þór Júlíusson er í 1. sæti og Arnbjörg Sveinsdóttir er í 3. sæti.

Arnbjörg skipaði annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu við síðustu kosningar.

Kjörfundi lauk í gær en talning hófst um hádegi í dag þar sem tíma tók að safna saman kjörgögnum.

Staða sex efstu þegar búið er að telja 1.000 atkvæði

  • Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður - 743 atkvæði í 1. sæti
  • Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor - 469 atkvæði í 1.-2. sæti
  • Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður - 433 atkvæði í 1.-3. sæti
  • Björn Ingimarsson, sveitarstjóri - 430 atkvæði í 1.-4. sæti
  • Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri - 495 atkvæði í 1.-5. sæti
  • Anna Guðný Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri - 620 atkvæði í 1-6. sæti
Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert