L - listi varar við ESB slagsíðu flokkanna

Frambjóðendur L – lista fullveldissinna lýsa í tilkynningu yfir þungum áhyggjum af fullveldi og sjálfstæði Íslands í kjölfar nýliðinna prófkjara. Líkur bendi til að fleiri ESB sinnar setjist nú á Alþingi Íslendinga en áður.


Í tilkynningunni segir ennfremur að vaxandi ítök ESB sinna á öllum framboðslistum Sjálfstæðisflokks séu hér sérstakt áhyggjuefni en flokkurinn var til skamms tíma brjóstvörn sjálfstæðissinna á Íslandi. Yfirlýsingar frá oddvitum allra lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu benda til að Sjálfstæðisflokkurinn stefni ótrauður að aðildarviðræðum við ESB. Frambjóðendur L – listans telja að þar með sé lagt í hættulegan leik með það fjöregg þjóðarinnar sem sjálfstæði þjóðarinnar er.


„Fullveldissinnar lýsa einnig yfir þungum áhyggjum af stefnubreytingu formanns Framsóknarflokksins sem lýsti því yfir á Viðskiptaþingi í síðustu viku að stefna hans flokks væri sú að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Þá er uppgangur harðlínu ESB manna innan Samfylkingar áhyggjuefni. Að síðustu telur L – listinn rétt að vekja athygli á þeirri sýn varaformanns Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð að flokknum beri að ná sameiginlegri ESB stefnu með Samfylkingunni á næsta kjörtímabili,“ segir að endingu í tilkynningu L-lista, jafnframt sem vísað er á heimasíðuna, l-listinn.blog.is, um frekari upplýsingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka