Reglur um hagsmunaskráningu þingmanna samþykktar

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í dag reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings, þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis. 

Fram kemur að í reglunum sé kveðið á um að skrifstofa Alþingis skuli halda skrá, og birta opinberlega, um fjárhagslega hagsmuni alþingismanna svo og um trúnaðarstörf þeirra utan þings. Með setningu reglnanna ætlist forsætisnefnd til þess að alþingismenn skrái fjárhagslega hagsmuni sína og birti þá opinberlega. 

Gert er ráð fyrir að reglurnar  verði endurskoðaðar fyrir 1. des. nk. með það í huga að þá verði sett lög um þessa skráningu.  Reglurnar hafa verið unnar með hliðsjón af þeim reglum sem gilda um þetta efni í danska þinginu auk þess sem horft hefur verið til samsvarandi reglna í norska þinginu.

Reglurnar sem gilda frá og með 1. maí nk.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert