VG: Enginn frambjóðandi með nýja félagaskrá

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason

Fram­bjóðend­ur í for­vali Vinstri grænna í Norðvest­ur­kjör­dæmi gagn­rýna fram­kvæmd for­vals­ins sem lauk í gær. Jón Bjarna­son, alþing­ismaður, hafi einn haft aðgang að fé­laga­skrá og því haft for­skot á aðra fram­bjóðend­ur. Fram­kvæmda­stýra flokks­ins seg­ir að eng­inn fram­bjóðandi hafi haft nýj­ustu fé­laga­skrá í hönd­um, að því er fram kem­ur á frétta­vefn­um Bæj­ar­ins besta.

Jón Bjarna­son alþing­ismaður varð í fyrsta sæti í for­vali Vinstri grænna í Norð vest­ur­kjör­dæmi um helg­ina, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir frá Suður­eyri í öðru og Ásmund­ur Ein­ar Daðason í döl­um í því þriðja. Valið var með póst­kosn­ingu. Sum­ir fram­bjóðend­ur, sem ekki vilja láta nafns síns getið, telja að Jón hafi haft for­skot á aðra fram­bjóðend­ur, því hann hafi haft í hönd­um skrá yfir fé­laga í Vinstri græn­um í kjör­dæm­inu, sem aðrir hafi ekki haft. Drífa Snæ­dal, fram­kvæmda­stýra flokks­ins, seg­ir þetta rangt, í sam­tali við BB.

Drífa seg­ir að fjölgað hafi um fimm­tíu pró­sent á fé­laga­skrá vinstri grænna und­an­farið, því hafi eldri fé­laga­skrá sem Jón Bjarna­son hafi haft í hönd­un­um sem þingmaður, verið langt í frá ná­kvæm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert