Nú þegar prófkjörum er að mestu lokið hjá stjórnmálaflokkunum liggur fyrir að talsverð endurnýjun verður á Alþingi miðað við skipan þingsins að loknum kosningunum 2007.
Af þeim 63 þingmönnum sem þá tóku sæti á Alþingi sögðu tveir af sér á kjörtímabilinu og einn þingmaður lést. Af sitjandi þingmönnum gefa 12 ekki kost á sér í næstu kosningum en sjö þingmenn hlutu ekki brautargengi í nýliðnum prófkjörum.
Ólokið er prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi en það verður um næstu helgi. Þar sækist Einar K. Guðfinnsson eftir endurkjöri en tveir þingmenn ætla að hætta, Herdís Þórðardóttir og Sturla Böðvarsson.
Eftirtaldir þingmenn hurfu af þingi á kjörtímabilinu eða hætta nú:
Ágúst Ólafur Ágústsson (S),
Árni M. Mathiesen (D),
Bjarni Harðarson (B), sagði af sér, Helga Sigrún Harðardóttir tók sæti hans,
Björn Bjarnason (D),
Einar Oddur Kristjánsson (D) lést árið 2007, Herdís Þórðardóttir tók sæti hans.
Ellert B. Schram (S),
Geir H. Haarde (D),
Guðfinna Bjarnadóttir (D),
Guðni Ágústsson (B), sagði af sér, Eygló Harðardóttir tók sæti hans,
Gunnar Svavarsson (S),
Herdís Þórðardóttir (D),
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S),
Lúðvík Bergvinsson (S),
Magnús Stefánsson (B),
Sturla Böðvarsson (D),
Valgerður Sverrisdóttir (B).
Eftirtaldir þingmenn náðu ekki öruggu sæti í prófkjörum:
Ármann Kr. Ólafsson (D),
Björk Guðjónsdóttir (D),
Einar Már Sigurðarson (S),
Helga Sigrún Harðardóttir (B),
Jón Magnússon (D),
Karl V. Matthíasson (S),
Kjartan Ólafsson (D),
Kristinn H. Gunnarsson (B).
Fyrir liggur að Bjarni Harðarson mun bjóða sig fram fyrir L-lista í Reykjavík og Karl V. Matthíasson er genginn í Frjálslynda flokkinn og fer hugsanlega í framboð fyrir hann.